Bergið Headspace hlýtur samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands í ár. Upphæð styrksins er ein milljón króna. Ákvörðunin var tekin á fundi hafnarstjórnar í gær, 10. desember, og greint er frá á samfélagsmiðlum Hafnasamlags Norðurlands.
„Við vonum að styrkurinn nýtist starfsfólki Bergsins í þeirra mikilvæga og metnaðarfulla starfi í þágu unga fólksins í okkar samfélagi,“ segir í tilkynningu.
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.


COMMENTS