Í gær, 22. október, var þingsályktunartillaga um borgarstefnu um borgarstefnu fyrir árin 2025–2040 samþykkt á Alþingi. Borgarstefnan skal stuðla að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi, annars vegar með því að styrkja höfuðborgina Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og hið virka svæði þess og hins vegar að skilgreina Akureyri sem svæðisborg, efla hana sem slíka, hlutverk hennar og hið virka svæði.
Borgarsvæði Akureyrar nær yfir Eyjafjörð frá Siglufirði í vestri og austur til Húsavíkur og
Mývatnssveitar. Akureyri verður skilgreind sem svæðisborg og hlutverk hennar sem slíkrar mótað í samstarf ríkis og Akureyrar. Svæðisborgin verði efld sem drifkraftur í þjónustu og menningarlífi íbúa og nærliggjandi byggða og sérstaða svæðisins nýtt í því skyni.
Samhliða mótun hlutverks Akureyrar sem svæðisborgar verði borgarsvæði hennar þróað og unnið að eflingu þess og stækkun í samstarfi ríkis og hlutaðeigandi sveitarfélaga. Afraksturinn verði stærra og öflugra atvinnusvæði, sem verði jafnframt eitt búsetu- og þjónustusvæði. Við ákvarðanir um uppbyggingu innviða verði horft til þess að styðja þá þróun.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, fagnar nýju borgarstefnunni og segist sannfærð um að vinnan og stefnan séu góður leiðarvísir fyrir framtíðina í færslu á Facebook.
Hér má nálgast tillöguna um borgarstefnu sem Alþingi samþykkti í gær.


COMMENTS