Börn 6 til 17 ára fá frístundastyrk

Börn 6 til 17 ára fá frístundastyrk

Akureyrarbær veitir börnum á aldrinum 6-17 ára frístundastyrk sem nota má til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri.

Meginmarkmið frístundastyrksins er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. 

Frístundastyrkurinn 2026 er fyrir börn fædd 2009 til og með 2020.

Styrkurinn er að upphæð kr. 60.000 og gildir frá 1. janúar 2026 – 31.desember 2026.

Úthlutunarreglur 2026

Foreldrar og forráðamenn geta séð stöðu styrksins á þjónustugátt Akureyrarbæjar. 

Nánar hér.

COMMENTS