Búið að tryggja mönnun lyflækna á SAk yfir hátíðarnar

Búið að tryggja mönnun lyflækna á SAk yfir hátíðarnar

Búið er að tryggja mönnun lyflækna á vakt hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri yfir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAk í dag.

„Vegna umræðu um að ekki hafi verið búið að manna vaktir lyflækna á SAk frá 22. des, þá viljum við koma því á framfæri að þær vaktir eru nú mannaðar yfir hátíðarnar,“ segir í tilkynningunni.

Áður hafði verið gefið út að enginn sérfræðingur og enginn lyflæknir yrðu á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu og því hefði mikilvægur hluti bráðaþjónustu og lyflækninga orðið ómannaður á sjúkrahúsinu.

Í lok nóvember funduðu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og sérfræðingur ráðuneytisins á sviði mannauðsmála með framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), fulltrúum lækna og fagráði SAk vegna erfiðrar stöðu á SAk við mönnun ákveðinna sérgreina, þá sér í lagi lyflækninga.

COMMENTS