Danskvöld Salsa North á Vamos á sínum stað í vetur

Danskvöld Salsa North á Vamos á sínum stað í vetur

Salsa North og Vamos munu halda áfram að bjóða upp á ókeypis danskvöld í miðbæ Akureyrar í vetur. Næsta salsakvöld á Vamos verður fimmtudaginn 28. ágúst og í vetur verða danskvöldin, með stuttri kennslu fyrir byrjendur, haldin annan hvern fimmtudag á Vamos.

Salsa North Hóf göngu sína í janúar 2023 og hefur kennt fjölda námskeiða og staðið fyrir reglulegum danskvöldum í samvinnu við Vamos frá upphafi. Salsa North býður einnig upp á dansnámskeið á haustönn og vorönn og fer kennsla fram í Steps Dancecenter í Sunnuhlíð.

Upplýsingar um næsta salsakvöld á Vamos má finna hér: https://www.visitakureyri.is/is/vidburdadagatal/salsakvold-og-okeypis-prufutimi-i-salsa-22

Salsa North á Facebook: https://www.facebook.com/salsanorth

Salsa North á Instagram: https://www.instagram.com/salsa_north_iceland/

COMMENTS