Akureyringurinn Davíð Máni mun gefa út jólastuttskífu þann 12. desember næstkomandi. Davíð stefnir á að gefa fyrsta lagið af plötunni út 5. desember næstkomandi.
Um er að ræða sex laga plötu með ábreiðum af gömlum og góðum jólalögum í rokk búningi.
Lagalistinn er eftirfarandi: Carol Of The Bells, Winter Wonderland, Frosty The Snowman, Santa Claus Is Coming To Town, Rockin’ Around The Christmas Tree, O Holy Night
Davíð stefnir á að gefa út sína útgáfu af Santa Claus Is Coming To Town 5. desember.
„Sjálfur sá ég um allan gítar og söng á laginu/lögunum en ásamt mér koma fram Ívar Leó Hauksson á bassa (SÓT, Melodí) og Atli Rúnarsson á trommum (Helgi og Hljóðfæraleikararnir) og mun nafn plötunnar vísa í þá hljómsveit með titlinum, Davíð Máni & Hljóðfærasveinarnir. Fleiri framkomur eru á Winter Wonderland þar sem að Aron Freyr Ívarsson og Björg Elva sjá um allan söng. Platan var svo tekin upp, hljóðblönduð og masteruð af Hallgrími Jónasi Ómarssyni,“ segir Davíð við Kaffið.is.


COMMENTS