Dekurdagar verða haldnir á Akureyri dagana 9. til 12. október næstkomandi, frá fimmtudegi til sunnudags. Í tilkynningu segir að viðburðurinn sé kjörið tækifæri til að kynna vörur og fjölbreytta þjónustu á Norðurlandi.
Kvöldopnun verður á Glerártorgi á fimmtudeginum og í miðbænum á föstudeginum. Í ár verður óskað eftir skráningu fyrirtækja sem tilgreina í leiðinni þann fjölda slaufa sem þau vilja. Slaufur verður svo hægt að nálgast hjá Vilborgu í Centro eða á skrifstofu félags Dekurdaga að Glerárgötu 34, 2. hæð, frá og með 26. september. Hver slaufa kosta 5000 krónur og óskað er eftir því að fyrirtæki láti vita að þátttöku fyrir 1. október.
Dekurdagar er einn stærsti styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, KAON, hvert ár. Á síðasta ári söfnuðust 6.7 milljónir króna fyrir félagið. Sú upphæð safnaðist með þátttökugjöldum, slaufum í staura og einstökum framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingm á svæðinu.
Allur peningur sem safnast á Dekurdögum rennur til KAON fyrir utan um það bil 100 þúsund krónur sem fara í sameiginlegar auglýsingar og annan kostnað.
Dagskrá Dekurdaga verður birt á www.visitakureyri.is og á Facebooksíðu Dekurdaga.


COMMENTS