Eldur kviknaði á Glerártorgi

Eldur kviknaði á Glerártorgi

Eldur kviknaði í grilli á veitingastaðnum Verksmiðjunni á Glerártorgi á Akureyri á tólfta tímanum í dag. Slökkvistarfi er lokið og unnið að reykræstingu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Á vef RÚV segir að ekki hafi þurft að rýma verslunarmiðstöðina og að engin slys hafi orðið á fólki. Nokkur viðbúnaður hafi þó verið við verslunarmiðstöðina. Þetta staðfesti Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar.

Veitingastaðurinn er staðsettur við suðaustur inngang hússins og er á tveimur hæðum. Gunnar segir á vef RÚV að ekki hafi komið til rýmingar þar sem eldtjald hafi skilið á milli svæða.

Mynd: Skjáskot RÚV

COMMENTS