Hafin er vinna við endurskoðun Menntastefnu Akureyrarbæjar. Núverandi stefna gildi frá árinu 2020 og út árið 2025. Fræðslu- og lýðheilsuráð bæjarins ber ábyrgð á vinnunni í umboði bæjarstjórnar og stýrihópur hefur verið skipaður. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
„Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við mat á framgangi og endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar með það að markmiði að ná breiðri samstöðu um stefnumótunina og skýra framtíðarsýn í mennta- og uppeldismálum sveitarfélagsins,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.
Helsta verkefni stýrihópsins er að tryggja að eftirfarandi vinna eigi sér stað:
- Greining og mat á framgangi menntastefnu frá 2020
- Móta nýja/endurskoðaða framtíðarsýn, stefnu og innleiðingaráætlun
- Forgangsraða aðgerðum við innleiðingu stefnunnar til þriggja ára
- Víðtækt samráð við starfsfólk, nemendur, foreldra, kjörna fulltrúa, aðra hagsmunaaðila og íbúa um endurskoðun stefnunnar
Áætlað er að stýrihópur fundi fimm sinnum á tímabilinu ágúst-nóvember og ný stefna og innleiðingaráætlun verði tilbúin í lok árs, kynning og innleiðing hefjist svo í upphafi ársins 2026. Stýrihópinn skipa eftirfarandi:
- Heimir Örn Árnason D-lista, fulltrúi meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs
- Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, fulltrúi minnihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs
- Leyla Ósk Jónsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs
- Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Andrea Laufey Hauksdóttir, fulltrúi SAMTAKA
- Rannveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri grunnskóla
- Erna Rós Ingvarsdóttir, verkefnastjóri leikskóla
- Helga Rún Traustadóttir, fulltrúi stjórnenda í grunnskólum
- Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, fulltrúi stjórnenda í leikskólum
- Hjörleifur Örn Jónsson, fulltrúi stjórnenda í Tónlistarskólanum á Akureyri
Með hópnum vinnur Margrét Rún Karlsdóttir, verkefnastjóri gæða- og þróunarmála við leik- og grunnskóla sem ritar fundargerðir fundanna og verkstjórn annast Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson hjá Ásgarði skólaráðgjöf. Hann heldur utan um verkefnið hvað varðar fundarboðun, fræðslu, gagnaöflun, greiningu og úrvinnslu gagna í samvinnu við stýrihópinn og starfsfólk fræðslu- og lýðheilsusviðs.


COMMENTS