Engin alvarlega mál komu upp hjá lögreglunni á Akureyri eftir föstudagskvöld Einnar með öllu hátíðarinnar en nokur umferðarmál voru skráð. Á Síldarævintýrishátíðinni á Siglufirði var aðeins meira um ólæti þar sem tilkynnt var um líkamsárás og nokkuð var um ölvunarmál í bænum. Á heildina litið var þó frekar rólegt að gera hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra samkvæmt umfjöllun RÚV.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á Siglufirði um þrjúleytið í nótt þegar tilkynnt var um alvarlega líkamsárás á Siglufirði og var maður sagður elta annan með eggvopni. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var ekki með eggvopn heldur grilltangir og sérsveitin því afturkölluð.
Árásarmaður og brotaþoli hlutu báðir minni háttar áverka og voru fluttir á heilsugæsluna á Siglufirði. Enginn var handtekinn í tengslum við málið en það er til rannsóknar.


COMMENTS