Fimm handteknir á Siglufirði í gærkvöld – Einn fluttur á sjúkrahús

Fimm handteknir á Siglufirði í gærkvöld – Einn fluttur á sjúkrahús

Lögreglan á Norðurlandi eystra og Sérsveit Ríkislögreglustjóra réðust í aðgerðir á Siglufirði í gærkvöld. Lögreglu barst tilkynning um slasaðan mann á sjöunda tímanum og virtust áverkar hans ollnir af árás eða áflogum. Sérsveitin veitti aðstoð við viðbragðið, að beiðni lögreglu.

Fimm manns voru handteknir og sá slasaði var fluttur á Sjúkrahúsið á Siglufirði. Hinn slasaði hefur verið fluttur áfram á Sjúkrahúsið á Akureyri. Trölli.is greindi frá.

COMMENTS