Fimm handteknir vegna gruns um frelsissviptingu í miðbæ Akureyrar

Fimm handteknir vegna gruns um frelsissviptingu í miðbæ Akureyrar

Fimm voru handteknir vegna gruns um frelsissviptingu í miðbæ Akureyrar í gær. Fjórum hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglan á Norðurlandi eystra naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í aðgerðum vegna gruns um frelsissviptingu við Skipagötu í miðbæ Akureyrar. Fjallað er um málið á vef RÚV.

Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir í samtali við RÚV að svo virðist sem einstaklingur hafi verið færður inn í bíl gegn sínum vilja. Fimm voru handteknir á vettvangi en þremur sleppt stuttu síðar. Tveir gistu fangageymslu en öðrum þeirra var sleppt í morgun.

Börkur segist ekki gera ráð fyrir því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem situr enn í fangageymsly. Hann segir viðkomandi einstaklinga vera góðkunningja lögreglunnar en ekki sé grunur um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

COMMENTS