Fimm í haldi lögreglunnar vegna þriggja mála

Fimm í haldi lögreglunnar vegna þriggja mála

Tvö kyn­ferðisaf­brota­mál og lík­ams­árás eru til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra eftir helgina. Fimm eru í haldi hjá lög­reglu í tengsl­um við mál­in og bíða yf­ir­heyrslu. Mál­in eru þó aðskil­in. Þetta staðfestir Börk­ur Árna­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is þar sem fjallað er um málið.

Börkur segir að frá föstudegi til sunnudags hafi lögreglan tæplega 300 mál á skrá hjá sér, sem hann segir vera í meira lagi. Þrátt fyrir það segir hann helgina hafa gengið þokkalega.

Bíla­dag­ar á Ak­ur­eyri standa yfir fram á þriðju­dag ásamt því að stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri snúa margir heim fyrir júbíleringu og var því mik­il dag­skrá í bæn­um um helg­ina. 

COMMENTS