Fjölskyldurekni veitingastaðurinn Fish & Chips Lake Myvatn er einn af þremur sem keppir til úrslita um besta alþjóðlega Fish & Chips staðinn. Veitingastaðurinn er kominn í úrslit í alþjóðlegum flokki The National Fish and Chips Awards 2026, einum virtustu verðlaunum Breta á sviði sjávarrétta. Greint er frá á vefnum Húsvík.com
„Við erum ótrúlega stolt af þessari tilnefningu,“ segir Unnur Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri The Little Fish Company sem rekur staðinn, í viðtali á vef Húsavík.com.
Fish & Chips Lake Mývatn er fjölskyldufyrirtæki, en það eru þau Hanna Sigga, Stefán, Haukur, Unnur, Sigurgeir og Sarah sem reka staðinn saman.


COMMENTS