Slippurinn Akureyri er með umboð fyrir Deep Trekker, kanadíska neðansjávardróna – eða fjarstýrða kafbáta, eins og þeir eru kallaðir á vef Slippsins þar sem fjallað er um málið.
„Við höfum kynnt búnaðinn á vörusýningum undanfarin ár og fengið frábærar viðtökur. Nokkrir aðilar hafa þegar fjárfest í þessum lausnum og hefur notagildið sannað sig með glæsilegum árangri,“ segir í tilkynningu Slippsins.
Valdemar Karl Kristinsson, verkefnastjóri hjá Slippnum Akureyri, segir að Deep Trekker stuðli að auknu öryggi og hagkvæmni í rekstri fiskeldisfyrirtækja:
„Með Deep Trekker kafbátum færðu fullkomið yfirlit yfir ástand neta og festinga án þess að þurfa að senda kafara niður. Þú sérð strax hvað þarf að laga eða viðhalda, sem sparar bæði tíma og kostnað og eykur öryggi,“ segir hann í samtali við heimasíðu Slippsins.
Mynd með frétt: Slippurinndng.is


COMMENTS