Fjögur voru handtekin í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar á Akureyri í gær þegar bíll var stöðvaður á Glerárgötu. Börkur Árnason, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi.is að þau handteknu hafa verið grunuð um innbrot í fyrirtæki í bænum. Hluti þýfisins fannst við leit í bílnum.
Í umfjöllun Vísis segir að lögreglan muni halda áfram rannsókn málsins í dag og að hin handteknu séu í haldi lögreglu og bíði yfirheyrslu. Hluti þess sem fannst í bílnum lýsir lögreglan sem verðmætum.


COMMENTS