„Fólk tók vel í að það væri komið aftur bakarí í miðbæinn“

„Fólk tók vel í að það væri komið aftur bakarí í miðbæinn“

Brauðgerðarhús opnaði nýtt bakarí í miðbæ Akureyrar í gær. Brauðgerðarhúsið opnaði í sama húsnæði og verslun Kristjánsbakarís var áður en sú verslun lokaði í sumar.

„Fyrsti dagurinn gekk alveg mjög vel og fólk tók vel í að það væri komið aftur bakarí í miðbæinn,“ segir Andri Kristjánsson, annar eigandi Brauðgerðarhússins, við Kaffið.is.

Brauðgerðarhús opnaði fyrst á Akureyri í Sunnuhlíð árið 2021 undir nafninu Brauðgerðarhús Akureyrar. Starfsemin þar verður óbreytt og opnun í miðbænum hrein viðbót við reksturinn.

Brauðgerðarhús í miðbænum verður opið virka daga frá 7.30 til 17.00 og frá 7.30 til 16.00 um helga

COMMENTS