Í nýjum þætti hlaðvarpsins Forysta & samskipti ræðir þáttastjórnandinn Sigurður Ragnarsson við Eddu Björgvinsdóttur. Þáttinn má sjá í spilaranum neðst í greininni.
Í þættinum ræða þau m.a.:
Af hverju húmor skiptir sköpum á vinnustöðum
Hvernig húmor getur bætt samskipti, minnkað streitu og hjálpað okkur í krísu
„Mengunarvalda“ á vinnustöðum – eins og slúður og neikvæðni
Reglurnar sem Edda vill sjá á öllum vinnustöðum
„Gleðibankann“ og hvernig við getum safnað inn á hann daglega
Hvernig velja á rétta stjórnendur – og hvers vegna tilfinningagreind er lykillinn
„Freka kallinn“ (sem getur verið hvaða einstaklingur sem skortir tilfinningagreind – ekki bara karl!)
Hlaðvarpið er framleitt af Háskólanum á Akureyri


COMMENTS