Akureyrarbær fagnaði 163 ára afmæli sínu með fjölbreyttri dagskrá og líflegum viðburðum um allan bæ á afmælishátíðinni Akureyrarvöku, sem lauk á sunnudag. Tæplega 80 viðburðir fylltu helgina af tónlist, list, hreyfingu, leik og gleði fyrir fólk á öllum aldri.
Hátíðin hófst í rómantísku andrúmslofti í Lystigarðinum, þar sem Rökkurró markaði upphaf helgarinnar. Draugar og uppvakningar ráfuðu um Hamarskotstún á Draugaslóð og víkingar gerðu innrás í bæinn og vöktu mikla athygli.
Laugardagskvöldið var hápunktur helgarinnar þegar tónlistin tók yfir Listagilið. Fjölmennur hópur tónleikagesta fyllti svæðið og skapaði einstakt hátíðarandrúmsloft fram á nótt. Þar héldu Skandall, Strákurinn Fákurinn, Elín Hall, Floni, Hjálmar og stórhljómsveitin Todmobile uppi stuðinu með glæsilegum tónleikum.


COMMENTS