Í vikunni munu fulltrúar frá Píeta samtökunum mæta til Akureyrar og bjóða upp á opna fræðslu. Á miðvikudaginn, 22. október, klukkan 8:50 verður opinn morgunfundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta.
Húsið mun opna klukkan 8:30 og boðið verður upp á kaffi og kruðerí. Öll velkomin sem láta sig málefnið varða. Fundurinn verður í Herðubreið á 2. hæð Glerárgötu 26.
Guðrún Birna le Sage, verkefnastýra markaðs- og kynningarmála hjá Píeta, og Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstýra Píeta, halda utan um fundinn.
Píeta eru meðferðar- og forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Píeta samtökin bjóða upp á aðgengilega og gjaldfrjálsa meðferð fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða, stuðningsviðtöl og hópastarf fyrir aðstandendur sem hafa misst úr sjálfsvígi. Píeta samtökin eru með aðsetur við Aðalstræti 14 á Akureyri.
Píeta samtökin eru með stuðningshóp fyrir aðsteandendur, eftir sjálfsvíg á Akureyri í vetur. Þetta eru innihaldsríkir og styrkjandi fundir sem eru opnir öllum. Stuðningshópurinn er undir handleiðslu séra Hildar Eirar Bolladóttur.
Næstu hópar verða 10. nóvember og 8. desember í kapellu Akureyrarkirkju við Eyrarlandsvek klukkan 20.00.


COMMENTS