Á Þorláksmessu verður boðað til Friðargöngu á Akueyri. Gangan hefst klukkan 18:00, 23. desember. Gengið verður með kerti frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorgi.
Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar, flytur ávarp. Sigríður Íva Þórarinsdóttir og Ösp Eldjárn flytja söng og skapa hlýja stemningu.
Kerti verða til sölu fyrir gönguna. Öllum er velkomið að taka þátt.


COMMENTS