Fyrsti opnunardagur vetrarins í Hlíðarfjalli – 4. desember

Fyrsti opnunardagur vetrarins í Hlíðarfjalli – 4. desember

Fyrsti opnunardagur í Hlíðarfjalli þennan veturinn verður fimmtudaginn 4. desember. Opið verður á neðra svæðinu frá klukkan 15 til 20. Í framhaldinu verður opið alla helgina, frá 14 til 19 á föstudag og 10 til 16 laugardag og sunnudag. Frekari opnunartíma er að finna á heimasíðu Hlíðarfjalls. –

Síðustu vikur hafa verið vel nýttar til snjóframleiðslu og hefur safnast vel í helstu brekkur á neðra svæðinu. Áfram vantar þó snjó á ákveðin svæði þar, sem og á efra svæði. Í tilkynningu, sem skoða má í heild hér að neðan, segir að vonandi fari „stóra náttúrulega snjóvelin“ að hjálpa til sem fyrst, þ.e.a.s. að það fari að snjóa. Á göngusvæði hefur verið 3km spor í ljósahringnum frá síðustu mánaðarmótum og stendur til að ná því í fulla lengd sem fyrst.

COMMENTS