Í gæslu­v­arðhald til mánu­dags

Í gæslu­v­arðhald til mánu­dags

Maðurinn sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að maðurinn hafi ógnað að minnsta kosti tveimur öðrum mönnum með pinnabyssu. Pinnabyssa er skammbyssa sem notuð er til þess að aflífa stórgripi.

Hann er grunaður um að hafa tekið byssuna ófrjálsri hendi úr húsi á Svalbarðseyri. Maðurinn sem er á fertugsaldri er einnig grunaður um önnur þjófnaðarbrot og eru þau mál til rannsóknar hjá lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó