Stefán Þengilsson, athafnamaður í Höfn á Svalbarðsströnd, hefur gefið bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, tvö listaverk. Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum Sjúkrahússins.
Kristín Ósk Hólm Ragnarsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku segir þar deildina vera þakkláta fyrir gjöfina „Við komum að máli við Stefán og spurðum hvort að hann væri reiðubúinn að gefa deildinni verk. Það skiptir máli að geta lífgað upp á rýmin hjá okkur, hvort heldur sem er í setustofu eða í aðstandendaherbergi. Listin gleður augað og veitir hlýleika sem við viljum geta sýnt því fólki sem þarf að leita til okkar. Við erum því ákaflega ánægð með þessa góðu gjöf, segir Kristín í tilkynningu SAk.


COMMENTS