Gjaldfrjálsar vinnustofur um kosningarétt og önnur skyld mál fyrir íbúa af erlendum uppruna

Gjaldfrjálsar vinnustofur um kosningarétt og önnur skyld mál fyrir íbúa af erlendum uppruna

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 16. maí 2026. Þau sem hafa verið búsett á Íslandi í þrjú ár samfleytt hafa rétt til að kjósa. Þann 28. febrúar og 1. mars verða haldnar gjaldfrjálsar vinnustofur um kosningarétt og önnur skyld mál fyrir íbúa af erlendum uppruna sem eru búsettir á Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi.

Vinnustofurnar verða haldnar á Akureyri. Þar býðst tækifæri til að hitta og ræða við aðra íbúa og fræðast um lýðræðisleg réttindi, hlutverk sveitarstjórna, hvenær og hvernig kosningar fara fram og fleira.

Frekari upplýsingar fást á stuttum kynningafundi laugardaginn 17. janúar kl. 13.00. Fundurinn fer fram Amtsbókasafninu á Akureyri og í gegnum fjarfundarbúnað. Þau sem velja fjarfund fá hlekk við skráningu. Skráning hér. Þau sem mæta á bókasafnið þurfa ekki að ská sig.

Verkefnið er stutt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og innleitt í samstarfi við sveitarfélögin.

Nánari upplýsingar á fleiri tungumálum hér.

Translations here

COMMENTS