Glæsimark Hallgríms tryggði KA jafntefli í Danmörku

Glæsimark Hallgríms tryggði KA jafntefli í Danmörku

KA gerði 1-1 jafntefli við danska liðið Silkeborg í 2. umferð undankeppni Sambansdeildar Evrópu í fótbolta í gær. Halgrimur Mar Steingrímsson var hetja KA-manna í leiknum en hann skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og jafnaði leikinn.

Boltinn datt fyrir fætur Hallgríms í vítateig Silkeborg, Húsvíkingurinn tók niður boltann og smellti honum í samskeytin. KA menn því í ágæti stöðu fyrir síðari viðureign liðanna sem fer fram á Greifavellinum á Akureyri í næstu viku, fimmtudaginn 31. júlí.

Hallgrímur er nú, auk þess að vera markahæsti leikmaður í sögu KA, einnig markahæsti leikmaður KA í Evrópukeppnum. Hér að neðan má sjá viðtal við hann eftir leik frá KA og markið hans frá því í gær.


COMMENTS