Goslokahátíð Kröflu, sem haldin var í Mývatnssveit í fyrra í fyrsta sinn, verður haldin á heldur óformlegri hátt í ár. Hátíðin mun aðeins standa yfir í tvo daga, en í fyrra var hún fjórir dagar. Dagskrá hátíðarinnar í ár var tilkynnt á Facebook í dag. Einnig var það tilkynnt að smækkaða útgáfan sé undantekning og að hátíðin muni snúa aftur á næsta ári í öllu sínu veldi.
Þrátt fyrir styttri dagskrá er nóg um að vera á hátíðinni í ár. Hápunkturinn verður án efa tónleikar með Unu Torfa og Ceasetone í Jarðböðunum á laugardeginum. Dagskránna í heild sinni má sjá hér að neðan.

Goslokahátíð Kröflu er menningarhátíð sem fagnar goslokum Kröfluelda þann 18. september 1984. Jarðböðin við Mývatn, Vogafjós Farm Resort og Berjaya Hotel Mývatn standa að dagskránni í ár.


COMMENTS