Grunndeildarnemar í málm- og véltæknigreina VMA fá vinnugalla að gjöfMynd/VMA

Grunndeildarnemar í málm- og véltæknigreina VMA fá vinnugalla að gjöf

Nemendur í grunndeild málm- og véltæknigreina í VMA eru þessa dagana að fá afhenta vinnugalla. Einn hópurinn, fékk sína galla afhenta nú fyrir helgi.

Vinnugallarnir er sameiginleg gjöf Félags iðn- og tæknigreina (FIT), Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) til allra nemenda sem hefja nám í grunndeild málmiðngreina í VMA, sem eru tæplega fimmtíu nemendur í ár.

„Þessar gjafir fagfélaganna eru rausnarlegar og sýna hlýhug og stuðning þeirra við nemendur og námið í skólann. Fyrir það vill VMA þakka af heilum hug,“ segir á vef VMA.

COMMENTS