Gul veðurviðrvörun tók gildi um land allt í hádeginu í dag. Á Norðurlandi eystra tekur svo appelsínugul viðvörun við klukkan þrjú í nótt og gildir fram yfir hádegi á morgun. Eftir hádegi á morgun verður viðvörunin svo aftur gul og gildir til miðnættis.
Í dag er viðvörun vegna slyddu og snjókomu, sérstaklega til fjalla. Appelsínugula viðvörunin sem tekur gildi í nótt er aftur á móti vegna norðan hríðar. Það sem eftir er dags í dag sem og á morgun er fólki ráðlagt að fara ekki af stað í óþarfa ferðalög, sérstaklega ekki ef bíllinn er kominn á sumardekkin, enda gætu sannar vetraraðstæður myndast víða, sérstaklega á fjallvegum.
Kaffið bendir lesendum á að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Veðurstofunnar.


COMMENTS