Gæludýr.is

Gula limmósínan

Gula limmósínan

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er sorgleg staðreynd að oft þarf maður að glata einhverju til að átta sig á því hvað maður er ríkur. Gott dæmi um þetta er heilsan. Þegar við erum frísk og í fullu fjöri tökum við því sem sjálfsögðum hlut en um leið og við veikjumst eða lendum í slysi þá gerum við okkur grein fyrir því hvað er dýrmætt að vera heilbrigður. Margar rannsóknir sýna fram á það að þakklæti eykur hamingju og þar af leiðandi getum við verið hamingjusamari með því að þakka fyrir það sem við höfum í stað þess að beina sjónum stöðugt að því sem okkur skortir. 

Ég veit ekki með ykkur en ég er ótrúlega þakklát fyrir strætókerfið á Akureyri. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að boðið er upp á fríar ferðir fyrir alla aldurshópa. Og maður heyrir oft Akureyringa segja það með stolti að það sé jú frítt í strætó á Akureyri. En ertu að nýta þér þetta frábæra tilboð? Af því að með því að taka strætó spararu bensínpening, léttir á umferðinni í bænum og losnar við að keyra sem mér finnst persónulega vera mikill kostur. Vissulega ertu bundinn við ákveðnar tímasetningar og þarft mögulega að labba einhverja vegalengd. En þegar á öllu er á botninn hvolft þá er þetta einstakt tækifæri til að komast milli staða án þess að borga fyrir það. 

Einkabíllinn er ef til vill freistandi en þetta snýst fyrst og fremst um venjur og viðhorf. Það er sko alveg hægt að koma strætóferðum inn í rútínuna og finna lausnir. Mér finnst nefnilega mikilvægt að strætóinn sé nýttur. If you don’t use it you’ll lose it. Við þurfum að sýna fram á að við séum þakklát fyrir þessa fallegu gjöf sem Akureyrarbær gefur íbúum sínum. Við þurfum að sýna fram á að það sé verið að nota þessa frábæru þjónustu. Það er að segja, að kunna meta það sem við höfum í stað þess að bíða eftir því að missa það og fara þá að kvarta og kveina. 

Ég grínast oft með það að ég ferðast með gulu limmósínunni enda kemur það ósjaldan fyrir að ég er ein á ferðinni með bílstjóranum. Það myndi hins vegar gleðja mig mikið að sjá fleiri um borð. Það þýðir kannski fleiri stopp en það er sko meira en í lagi. 

*If you don’t value what you have, you’re sure to lose it*

Acument
Acument