HA og Beijing Foreign Studies University skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarfMynd/HA

HA og Beijing Foreign Studies University skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf

Í lok ágúst kom sendinefnd frá Beijing Foreign Studies University í heimsókn til Háskólans á Akureyri. Tilefni heimsóknarinnar var undirritun viljayfirlýsingar um samstarf milli háskólanna, sem felur aðallega í sér möguleika á nemenda- og kennaraskiptum.

Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, tók á móti sendinefndinni ásamt Rúnari Gunnarssyni, forstöðumanni Miðstöðvar alþjóðasamskipta. Áslaug undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd HA og segir:

„Þetta var gleðilegt því slíkt samstarf opnar ný tækifæri fyrir hópana til að efla tengsl og þekkingu á milli Íslands og Kína.“

Sendinefndin var samsett af prófessorunum WANG Dinghua, formanni háskólaráðs, KE Jing, deildarforseta Evrópumála og menningar og LI Zuewen, forstöðumanni rannsóknarstofu um gervigreind og tungumál. Í sendinefndinni voru einnig Dr. GONG Jing, aðstoðarforstöðumaður skrifstofu alþjóðlegra samskipta og LU Yixuan, doktorsnemi við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Báðir aðilar lýstu yfir mikilli ánægju með framtíðarmöguleika samstarfsins og vonuðust til að það leiði til fjölbreyttra verkefna og fræðilegrar samvinnu á næstu árum.

COMMENTS