Hægt að borga bílastæði í Akureyrarappinu með Google Pay og Apple Pay

Hægt að borga bílastæði í Akureyrarappinu með Google Pay og Apple Pay

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði, sem og aukastöðugjöld, með Google Pay og Apple Pay þegar greitt er með Akureyrarappinu í stöðumæli. Ekki er því lengur nauðsynlegt að slá inn kortanúmer í hvert skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

Í appinu er einnig hægt að fylgjast með fréttum og tilkynningum og nota rafrænt gámakort. Þá er þar sérstök ábendingagátt þar sem íbúar geta sent ábendingar um það sem betur má fara til sveitarfélagsins.

Íbúaappið er aðgengilegt fyrir bæði Apple og Android stýrikerfi. iPhone-notendur finna það með því að leita að Akureyrarbær í App Store, en Android-notendur í Play Store.

COMMENTS