Á laugardaginn fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum. Hafdís Sigurðardóttir úr HFA stóð uppi sem Íslandsmeistari í greininni í kvennaflokki.
Fyrirkomulagið var þannig að fyrstur Íslendinga í mark í karla og kvennaflokki í Elite flokki var krýndur Íslandsmeistari í greininni. Hjólreiðasamband Íslands stóð fyrir mótinu í samstarfi við the Rift.
Úrslit
Elite flokkur Karla
1. Ingvar Ómarsson
2. Hafsteinn Geirsson
3. Þorsteinn Bárðarsson
Elite flokkur Kvenna
1. Hafdís Sigurðardóttir
2. Sóley Kjerúlf Svansdóttir


COMMENTS