Hafnarstræti 75 valin fallegasta nýbygging landsins

Hafnarstræti 75 valin fallegasta nýbygging landsins

Hafnarstræti 75 á Akureyri er fallegasta nýbygging landsins að mati kjósenda í kosningu Arkitektúruppreisnarinnar. Hafnarstræti 75 er nýbygging Hótels Akureyrar.

Nýbyggingin hlaut 39,5 prósent atkvæða í kosningunni sem 5755 kusu. Valið stóð á milli fimm bygginga. Í öðru sæti var Nýr Fjörður í Hafnarfirði og í þriðja sæti Eyrarvegur 3-5 á Selfossi.

Arkitektúruppreisnin á Íslandi er stefna og umræðuvettvangur um framtíð arkitektúrs á Íslandi. Arkitektúruppreisnin vill sjá fallegri arkitektúr í byggðum Íslands.

COMMENTS