Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni styrktar til tækjakaupa

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni styrktar til tækjakaupa

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði. Ráðstöfun fjárins byggist á forgangsröðun í samræmi við brýnustu þarfir stofnananna. Víða er uppsöfnuð innviðaskuld sem mikilvægt er að mæta til að efla viðbragðsgetu stofnananna, tryggja gæði þjónustu og öryggi sjúklinga, bæta greiningar- og meðferðargetu og stuðla að hagkvæmari rekstri.

Af þeim 77 milljónum króna sem nú er úthlutað renna 32 milljónir króna til kaupa á varaflsstöðvum sem eru mikilvæg forsenda fyrir órofinni og öruggri heilbrigðisþjónustu ef rafmagn bregst, t.d. í óveðrum eða af öðrum ástæðum. Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær fjármagn til kaupa á varaaflsstöðvum við starfsstöðvar á Húsavík, Sauðárkróki, Blönduósi og Siglufirði.

Sjá nánar á stjornarradid.is

COMMENTS