Heildarútgáfa píanóverka Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Heildarútgáfa píanóverka Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Heildarútgáfa píanóverka Sveinbjörns Sveinbjörnssonar er nú komin út í fyrsta sinn á nótnabókum og tveimur geisladiskum. Þórarinn Stefánsson píanóleikari hefur veg og vanda að útgáfunni, ritstýrir bókunum og leikur jafnframt verkin á geisladisknunum. Þar er einnig að finna söguleg hljóðrit úr safni Danska útvarpsins frá árinu 1926 þar sem Sveinbjörn leikur sjálfur fáein verka sinna. 

Lang flest verkanna eru hér gefin út í fyrsta sinn bæði á prenti og í hljóðriti. Áður höfðu aðeins komið út fáein píanóverka hans flest útgefin í London eða Edinborg og nú löngu ófáanleg. Aðeins Idyll og Vikivaki eru þekkt og flutt reglulega.

Árið 1954 færði ekkja tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar íslensku þjóðinni handrit hans að gjöf. Það var jafnframt ósk ekkjunnar að þau yrðu gerð aðgengileg með einhverju móti. Handritin hafa síðan þá verið varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands. 

Útgefandi er Polarfonia Classics ehf. 

COMMENTS