Heimir færði Húnamönnum köku

Heimir færði Húnamönnum köku

Í gær voru liðin 20 ár frá því að Húni ll hóf að bjóða skólabörnum í siglingar. Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrar, kíkti til Húnamanna í tilefni dagsins og færði þeim köku.

„Markmiðið með þessum siglingum hefur ávallt verið að bjóða börnum upp á skemmtilega og fræðandi upplifun á sjó og hafa ófáir nemendur notið góðs af í gegnum tíðina. Þakkir til þeirra sem hafa staðið að þessu góða framtaki síðustu tvo áratugina,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

COMMENTS