Hrafnagil hlýtur tilnefningu sem ræktunarbú ársinsLjósmynd: Eyjafjarðarsveit

Hrafnagil hlýtur tilnefningu sem ræktunarbú ársins

Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit er eitt af tólf hrossaræktarbúum sem valið var til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands sem ræktunarbú ársins 2025. Á Hrafnagili búa hjónin Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir og hefur Jón Elvar í um 20 ár ræktað hross kennd við Hrafnagil.

Jón Elvar tók á móti viðurkenningu fyrir tilnefninguna á hinni árlegu hrossaræktarráðstefnu fagráðs hrossabænda sem fram fór um síðastliðna helgi. Þar tók hann einnig við viðurkenningu fyrir hönd Árna Björns Pálssonar, afreksknapa, fyrir hæstu aðaleinkunn klárhrossa 2025, en þau verðlaun hlaut hann fyrir glæsilegan árangur með stóðhestinn Miðil frá Hrafnagili sem náði 9,12 í aðaleinkunn, án skeiðs.

Lesendur geta fræðst frekar um málið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar með því að smella hér.

COMMENTS