Hulda Björg og Sigfús Fannar eru Íþróttafólk Þórs 2025Mynd: Skapti Hallgrímsson/Thorsport.is

Hulda Björg og Sigfús Fannar eru Íþróttafólk Þórs 2025

Fótboltakonan Hulda Björg Hannesdóttir og fótboltamaðurinn Sigfús Fannar Gunnarsson voru kjörin íþróttafólk Þórs 2025 á verðlaunahátíðinni Við áramót sem fór fram í Hamri í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þau hljóta viðurkenninguna.

Hulda Björg spilaði alla leiki Þórs/KA á árinu og var lykilmaður líkt og undandfarin ár. Hún tók við fyrirliðastöðunni síðsumars og leiddi liðið á erfiðum og spennuþrungnum lokaspretti Íslandsmótsins þar sem hún hjálpaði liðinu að tryggja áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Sigfús var valinn besti leikmaður Þórs á síðasta keppnistímabili þegar liðið vann Lengjudeildina og tryggði sér sæti í efstu deild Íslands í knattspyrnu. Hann var jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Alls skoraði Sigfús 19 mörk í 28 leikjum á árinu þegar bikarkeppni og deildarbikar er talið með. Sigfús Fannar var valinn besti leikmaður deildarinnar af Fótbolta.net.

Nánari umfjöllun og fleiri myndir frá hátíðinni má finna á vef Þórs.

COMMENTS