Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Laugaskóla næstkomandi laugardag, 25. október. Tímamótunum verður fagnaðmeð hátíðardagskrá í skólanum.
Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar.
Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár.
Í dag stunda 115 nemendur nám við skólann, þar af 100 í dagskóla. Boðið er upp á Almenna braut, sem er hugsuð fyrir þið þá sem ekki hafa lokið námsmarkmiðum grunnskólans. Svo eru fjórar brautir til stúdentsprófs, sem er 200 einingar eða 3,4 ár en það eru Félagsvísindabraut, Íþróttabraut, Kjörsviðsbraut þar sem nemandinn getur sett saman sitt eigið kjörsvið til stúdentsprófs og Náttúruvísindabraut.
Í tilefni afmælisins á laugardaginn verður heimildarmyndin „Voru allir hér? Laugar í 100 ár“ frumsýnd í Þróttó á Laugum „Voru allir hér? Laugar í 100 ár“ er heimildamynd eftir Ottó Gunnarsson.


COMMENTS