Hungurganga fyrir Gaza á Akureyri

Hungurganga fyrir Gaza á Akureyri

Hungurganga fyrir Gaza hefur verið skipulögð á Akureyri á morgun, sunnudaginn 27. júlí. Safnast verður við höf klukkan 14:00 og krafist aðgerða vegna þjóðarmorðs Ísrael.

„Ástandið versnar frá degi til dags og yfirlýst markmið Ísrael frá því október 2023 er að verða að veruleika. Ísrael er að þurrka út Palestínu, börn svelta og engin aðstoð fær að fara inn.
Ríkisstjórn Íslands hefur einungis gefið út yfirlýsingar sem ekki hafa skilað neinum árangri. Að halda áfram að láta yfirlýsingar og máttlaus áköll duga er það sama og að gefa Ísraelsríki leyfi til að halda helför sinni áfram. Við neitum að vera meðsek í þjóðarmorðinu í Palestínu,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar.

Hér má lesa nánar um viðburðinn

COMMENTS