Ingibjörg býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins

Ingibjörg býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins

Ingibjörg Isaksen hefur tilkynnt um framboð til formanns Framsóknarflokksins. Ingibjörg segir í tilkynningu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag að staða flokksins kalli á breytingar. Hún er fyrst til að lýsa áhuga á embættinu.

„Ég lofa ykkur því að njóti ég stuðnings ykkar til formanns mun ég leggja mig alla fram um að vinna í þágu ykkar fólksins, jafnt í höfuðborginni sem og á landsbyggðinni. Ég treysti mér í verkin og er reiðubúin að bretta upp ermar,“ skrifar Ingibjörg í færslu sinni sem má sjá í heild neðst í fréttinni.

Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hilton hóteli 14. febrúar næstkomandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem leitt hefur flokkinn síðastliðin níu ár, tilkynnti á miðstjórnarfundi í október að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Ingibjörg hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi síðan 2021 en fyrir það sat hún í bæjarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Akureyrar um árabil. Hún hefur auk þess starfað sem kennari og framkvæmdastjóri heilbrigðisstofnunar.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í embætti varaformanns.



COMMENTS