Íris Hrönn Garðarsdóttir úr Lyftingardeild KA varð Bikarmeistari í bekkpressu um liðna helgi. Fjallað er um málið á vef KA þar sem segir að Íris hafi bætt enn einni skrautfjöður í hatt lyftingadeildarinnar.
Mótið um helgina bar nafnið Menningarbikarinn og var keppt í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Íris keppti í því síðarnefnda. Mótið fór fram á Kjarvalsstöðum í frábæru umhverfi og var hluti af Menningarnótt í Reykjavík. Allar þrjár lyftur Írisar voru gildar en mest lyfti hún 125kg.
Fjöldi manns fylgdist með en öll keppnisgjöld runnu í Minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgisdóttur.
„Við óskum Írisi innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og verður áfram spennandi að fylgjast með framgöngu hennar,“ segir á vef KA.


COMMENTS