Ísbúð Huppu opnar á Akureyri í næstu viku

Ísbúð Huppu opnar á Akureyri í næstu viku

Ísbúð Huppu mun opna við Glerárgötu 30 á Akureyri þann 23. júlí næstkomandi. Boðið verður upp á 50 prósent afslátt af öllu á opnunardaginn.

Telma Finnsdóttir, Markaðs- og verkefnastjóri Ísbúðar Huppu, sagði í samtali við Kaffið.is á dögunum að lengi hafi staðið til að opna ísbúð á Akureyri.

„Við höfum verið að horfa til Akureyrar í nokkur ár, svo þetta er stór og spennandi stund fyrir okkur,“ sagði Telma sem er einnig einn af stofnendum Ísbúðar Huppu. Gunnar Már Þráinsson, annar stofnandi hennar og framkvæmdastjóri, leiðir verkefnið á Akureyri. 

„[Hann] leiðir verkefnið af miklum krafti og er mjög spenntur að kynna Huppu betur fyrir Akureyringum,“ segir Telma.

COMMENTS