Íslandsmeistaramót í BJJ – Fyrsta ÍM fyrir norðan og Íslandsmeistarinn frá AkureyriHalldór Logi tryggir sigur í opnum flokki. Allar ljósmyndir: Michal Swierczynski

Íslandsmeistaramót í BJJ – Fyrsta ÍM fyrir norðan og Íslandsmeistarinn frá Akureyri

Íslandsmeistaramót í brasilísku jiu jitsu í galla fór fram á Þelamörk á laugardaginn 20. september síðastliðinn. Keppt var í bæði barna og fullorðins flokkum. Börnum var skipt í þyngdar- og aldursflokka en fullorðnum í þyngdar- og beltaflokka. Einnig var keppt í opnum flokkum kvenna og karla, sem og opnum flokkum drengja og stúlkna, 14-17 ára.

Þetta var í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaramót fullorðinna fer fram á Norðurlandi, en ÍM barna og unglinga hefur áður verið haldið á Akureyri. Mótið er haldið af BJJ sambandi Íslands og kom fólk víðsvegar af landinu saman fyrir norðan til að leggja hönd á plóg. Mótsstjórar voru Pétur Jónasson frá Mjölni í Reykjavík, Arna Diljá St. Guðmundsdóttir frá Berserkjum BJJ á Selfossi og Friðgeir Andri Sverrisson frá Atlantic á Akureyri. Mótið fór glæsilega fram fyrir tilstilli bæði heimamanna og gesta.

Norðlenskir Íslandsmeistarar

Tvö norðlensk íþróttafélög sendu keppendur á Íslandsmeistaramótið um helgina: Atlantic Jiu Jitsu frá Akureyri og BJJ North frá Húsavík.

Halldór Logi Valsson rakaði inn verðlaunum fyrir Atlantic, en hann vann gull í sínum flokki (+100,5kg flokkur efri belta) og í opnum flokki. Kacper Ksepko frá Atlantic hneppti líka Íslandsmeistaratitil í -82,3kg flokki hvítra belta.

Húsvíkingarnir stóðu einnig fyrir sínu um helgina og skiluðu tveimur gullum í hús fyrir BJJ North. Dagur Ingi Sigursveinsson varð Íslandsmeistari í -94,3kg flokki blárra belta og Lampros Papadopoulos varð Íslandsmeistari í -100,5kg flokki hvítra belta.

Anna Soffía Víkingsdóttir, Íslandsmeistari í opnum flokki kvenna og Halldór Logi Valsson, Íslandsmeistari í opnum flokki karla.

Nánari upplýsingar um niðurstöður úr hinum ýmsu flokkum má finna á Smoothcomp síðu mótsins með því að smella hér.

Svipmyndir frá mótinu

Barna- og unglingaþjálfarar hjá Mjölni steppa stálinu í sitt lið fyrir keppni.
Barna- og unglingahópur Atlantic Jiu Jitsu með sínum þjálfurum.

COMMENTS