Jólailmur, hönnunar- og handverkshátíð verður haldin sunnudaginn 23. nóvember 2025 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hátíðin stendur yfir frá kl. 12-19.
Hof fyllist af skemmtilegum sölubásum með fallegu handverki og hönnun, sem og góðum mat beint frá býli. Menningarhúsið Hof verður komið í jólabúning og tekur vel á móti bæjarbúum og gestum bæjarins.
Yfir 30 þátttakendur hafa skráð sig til leiks og framboðið verður mjög fjölbreytt þar sem hægt að gera góð kaup fyrir jólin, hvort sem það eru jólagjafir eða matvara fyrir jólaboðið.
„Við viljum sameinast í að hvetja fólk til að versla í heimabyggð, koma í Hof og sjá fjölbreytt úrval af hönnun og handverki og finna jólailminn í Hofi,“ segir í tilkynningu.
Þátttakendur 2025 eru:
Þórey Ómarsdóttir
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Elín Berglind Skúladóttir
Vorhús
Geitagott
Gillian Alise Pokalo
Feima Gallery
Öxnhóls handverk
Eduarda Louize / Lena BB/ Guðrún Björg Eyjólfsdóttir
Villt að vestan
Höllin Verkstæði
Salvía Blómahönnun
Kaffipressan
Hugdetta
Syðra Holt
Ceramics yr & Eternity studio
Hraundís Guðmundsdóttir
Steinholt & Co., Dóttir ehf og Náttúrulega.is
Gullgerðin
Anna og Barbara Hjálmarsdætur
SMAKK súkkulaði
Líf Sigurðardóttir – art.by.liffy
Bryn design
Ingibjörg Ómarsdóttir
eidis ceramics
Keramikloftið
Félagsbúið Lindarbrekka
Snældur
Anita Karin Guttesen
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Katla Studio


COMMENTS