Hátíðleg stemning og handverk af bestu gerð verða í fyrirrúmi þegar árlegi jólamarkaðurinn í Skógarlundi fer fram dagana 3. og 4. desember.
Til sölu verða fallegar vörur úr leir, tré og gleri, auk fjölbreytts handverks sem unnið hefur verið í Skógarlundi á síðasta ári.
Sjón er sögu ríkari. Gestum verður boðið upp á kaffi og konfekt. Posi á staðnum.
Öll hjartanlega velkomin. Opið frá kl. 9–17.30.


COMMENTS