KA vann Íslandsmeistarana

KA vann Íslandsmeistarana

KA-menn unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Fram í Olís-deild karla í handbolta í gær. Leiknum lauk með 32-28 sigri KA manna sem eru í toppbaráttu í deildinni eftir fyrstu sex umferðirnar.

Eftir sigurinn eru KA menn með átta stig, líkt og Haukar og Valur, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var frábær í liði KA í gær og skoraði 12 mörk. Einar Birgir Stefánsson kom næstur með fimm mörk og Bruno Bernat varði 14 skot í marki KA.

COMMENTS