KA vann KR

KA vann KR

KA menn sigruðu KR í fyrsta leik liðsins eftir að Bestu deild karla í fótbolta var skipt niður í efri og neðri hluta. KA menn eru efstir í neðri hlutanum og í góðri stöðu í baráttunni um Forsetabikarinn.

KR-ingar komust yfir á 14 mínútu en Ingimar Torbjörnson Stöle jafnaði metinn fyrir KA á 22. mínútu. KR-ingar komust aftur yfir 43. mínútu leiksins en KA-menn jöfnuðu á nýjan leik þegar Birnir Snær Ingason skoraði á 48. mínútu.

Birnir Snær kom KA-mönnum yfir í fyrsta sinn með sínu öðru marki aðeins fjórum mínútum síðar og Andri Fannar Stefánsson gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokastaðan 4-2 fyrir KA.

KA menn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um Forsetabikarinn eftir sigurinn, tveimur stigum á undan ÍBV. KR er í fallsæti.

Mynd með frétt: Sævar Geir Sigurjónsson



COMMENTS