Föstudagskvöldið 5. desember næstkomandi munu Umskiptingar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýna JÓLAGLÖGG í Samkomuhúsinu á Akureyri. Um er að ræða glænýja grínsýningu um jólin og allt ruglið sem getur fylgt þeim. Þetta er jólasýning fyrir fullorðna sem enginn má missa af. Neðst í greininni má sjá skets sem Kaffið frumsýnir í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Umskiptinga
Jólaglögg er sketsasýning úr smiðju Umskiptinga og tekur á skrítnum jólahefðum, yfirþyrmandi jólalögum, gjafastressi og öðrum uppákomum sem flestir geta tengt við. Hver kannast ekki við panikið yfir að gera allt „rétt“ um jólin eða finna réttu gjafirnar eða bara upplifa jólastressið í undirbúningi jólanna. Flestir ættu að kannast við aðstæðurnar sem dregnar eru upp en við setjum nýtt tvist á þær sem þið hafið kannski aldrei hugleitt. Við lofum miklum hlátri og óvæntum uppákomum sem ætti að hjálpa til við að slaka á stressinu fyrir jól rétt eins og góður bolli af jólaglöggi. Það er varla hægt að finna meiri stemningsdrykk en gott jólaglögg á aðventunni í góðra vinahópi. Uppskriftin sem Umskiptingar bjóða upp á er skotheld inn í jólahátíðina.
Af tilefni þess hve æfingar hafa gengið vel var ákveðið að framleiða einn „skets“ fyrir allan heiminn að sjá. Framleiðslan fór öll fram innan herbúða Menningafélags Akureyrar og Umskiptinga og er nokkurskonar kitla fyrir leikritið í leiðinni.
Kaffið.is frumsýnir þennan skemmtilega skets og vonar að lesendur komist í jólagírinn og geri sig klára fyrir gleðilegt Jólaglögg.
Miðasala fer fram á www.menningarfelag.is
Athugið: Þó að Umskiptingar hafi einbeitt sér að því gera barnasýningar undanfarin ár þá er best að taka það mjög skýrt fram að Jólaglögg er ekki barnasýning.


COMMENTS